Skip to main content

Kennarar

Brynja

Brynja Scheving

Brynja hóf ballettnám í Ballettskólanum ung að árum en auk þess stundaði hún nám í Listdansskóla Þjóðleikhússins. Brynja tók ballettkennarapróf á vegum Félags íslenskra listdansara, FÍLD árið 1988 og hefur starfað við kennslu síðan.

Á yngri árum tók Brynja þátt í hinum ýmsu uppfærslum á vegum Þjóðleikhússins og Íslenska dansflokksins eins og Gosa, Orfeifur og Evridís og Blindisleik. Árið 1987 hlaut hún styrk úr Styrktarsjóði ungra listdansara og hlaut þjálfun um tíma með Íslenska dansflokknum og dansaði m.a. með flokknum í verkinu Draumur á Jónsmessunótt.

Brynja útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík, af uppeldissviði, árið 1987. Hún hefur sótt margs konar námskeið í dansi hérlendis sem erlendis eins og Yorkshire ballet seminars, Palucca Schulen í Dresden o.fl.

Hún hefur samið fyrir sjónvarp og leikhús, þ.á.m. Skoppu og Skrítlu í Borgarleikhúsinu.

Brynja hefur verið skólastjóri skólans frá árinu 2002.

Edda Scheving

Edda byrjaði í ballett 3 ára. Hún hefur tekið þátt í sýningum skólans síðan, þá annað hvort sem nemandi eða sem danshöfundur.

Hún hefur einnig stundað nám við Listdansskóla Íslands og JSB en hún útskrifaðist af samtímadansbraut JSB árið 2013.

Edda lauk stúdentsprófi á listabraut frá Fjölbrautarskólanum í Garðabæ árið 2013. Hún hefur sótt ýmis dansnámskeið hér heima sem og erlendis, m.a. í Trinity Laban í London.
Edda aðstoðaði í kennslu í skólanum í mörg ár en hefur verið einn af aðalkennurum við skólann síðan 2013.

Soffía Dröfn Marteinsdóttir

Soffía hóf nám í Ballettskólanum 7 ára gömul og þaðan lá síðan leiðin í Listdansskóla þjóðleikshússins.

Hún dansaði í ýmsum uppfærslum Íslenska dansflokksins og Þjóðleikhússins m.a. Giselle, Öskubusku, Paquitu ofl. Hún hlaut styrk úr styrkstarsjóði ungra listdansara árið 1987 og hefur hún sótt ballettnámskeið víða, meðal annars í New York, London og víðar í Evrópu. Hún dansaði með Íslenska jassballettflokknum á meðan hann starfaði.

Hún byrjaði kennslu sem aðstoðarkennari við hlið Ingibjargar Björnsdóttur skólastjóra Listdansskólans 16 ára gömul og kenndi einnig á ballettárunum í Jassballettskóla Báru, Dansstúdíó Sóleyjar og Dansstúdíó Dísu.

Soffía er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands. Hún er einnig lærður fatahönnuður og yogakennari.

Soffía hefur kennt í Ballettskóla Eddu Scheving frá árinu 2002.

Þyrí Huld Árnadóttir

Þyrí Huld Árnadóttir hóf dansnám sitt í Ballettskóla Eddu Scheving, síðar lá leiðin í Listandsskóla Íslands og þaðan í Danslistarskóla JSB. Hún útskrifaðist með BA próf frá Listaháskóla Íslands á samtímadansbraut 2011.
Þyrí Huld hefur starfað með Íslenska Dansflokknum síðan 2011 ásamt öðrum dans verkefnum innan sem utan landsteinana. Hún hlaut Grímuna sem dansari ársins 2015 og 2017. Einnig árið 2023 og þá bæði sem dansari ársins og danshöfundur fyrir dansverkið, Hringrás. Ásamt því að vinna sem dansari hefur hún líka samið dansverk fyrir börn.

Tinna Ágústsdóttir

Tinna byrjaði að dansa 4 ára í Ballettskóla Eddu Scheving. Hún stundaði einnig nám í Listdansskóla Íslands auk þess hefur hún lagt stund á leiklist, söng, píanó, pilates og margt fleira.

Hún lærði hönnunarnám í Iðnskólanum, útskrifaðist í leiklist frá Kvikmyndaskóla Íslands 2010. Hún var á náttúrufræðibraut í Fjölbrautarskólanum í Ármúla.

Tinna hefur sótt námskeið í klassískum ballett, nútímadansi, tangó o.fl. víða erlendis þ.á.m. í Konunglega Ballettskólanum. Hún tók þátt í hinum ýmsu barnasýningum þegar hún var yngri, eins og Línu Langsokk og Pétur Pan í Borgarleikhúsinu, hún dansaði og söng í Hárinu í Austurbæ.

Tinna hefur starfað í Ballettskólanum síðan 2002 og var einn af aðalkennurum skólans frá 2010. Hún kennir nú í efstu deild og einnig Mat-Pilates.

Tinna Grétarsdóttir

Tinna Grétarsdóttir hóf dansnám sitt í Ballettskóla Eddu Scheving og fór síðar í Listdansskóla Íslands. Að því loknu lá leið hennar í Listaháskólann í Osló þaðan sem hún útskrifaðist með BA próf af nútímadansbraut 1998.

Tinna starfaði lengi sem dansari í Noregi og vann fyrir leikhús í Osló, Bergen og Skien. Á Íslandi hefur Tinna unnið sem dansari m.a. með Valgerði Rúnarsdóttur, Ólöfu Ingólfsdóttur og Íslenska dansflokknum. Síðustu ár hefur Tinna einbeitt sér að því að vinna barnasýningar fyrir yngstu kynslóðina með flokki sínum Bíbí og blaka. Tinna er einnig verkefnastýra Dansverkstæðisins.

Hún er með STOTT pilates kennararéttindi frá Noregi og kenndi við Pilates Room í Osló í nokkur ár.

Tinna hefur verið með morguntímana í pílates.

Rósa Ómarsdóttir

Rósa Ómarsdóttir kennir mat-pilates.

Hún hóf ung dansnám við Ballettskóla Guðbjargar Björgvins, því næst fór hún í Listdansskóla Íslands, hóf svo nám við dansbraut Listaháskóla Íslands og þaðan lá svo leiðin til Belgíu þar sem hún fékk inngöngu í dansskólann PARTS í Brussel þaðan sem hún útskrifaðist árið 2014.

Síðan þá hefur Rósa starfað sem danshöfundur og meðal annars samið verk fyrir Íslenska Dansflokkinn. Verk hennar hafa hlotið fjölda Grímutilnefnina.

Rósa hefur starfað sem danskennari og sem jóga-og pilateskennari. Hún hefur kennt bæði í Brussel og Reykjavík.

Sara Þrastardóttir

Sara hóf ballettnám við Ballettskóla Guðbjargar Björgvins 6 ára gömul.

Hún stundaði svo nám í klassískum ballett við Listdansskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist af klassískri listdansbraut árið 2017. Samhliða því námi lauk Sara stúdentsprófi af náttúrufræðibraut Menntaskólans í Reykjavík.

Sara hefur tekið þátt í ýmsum danstengdum verkefnum, keppnum og dansnámskeiðum, hér á landi sem og erlendis.

Sara hefur starfað við skólann sem aðstoðarkennari í yngri hópum og er nú einnig umsjónarkennari í elstu deild.

Tinna Guðlaug Ómarsdóttir

Tinna byrjaði dansferil sinn fjögurra ára við Ballettskóla Eddu Scheving.

Árið 2008 hlaut hún svo, samhliða stúdentsprófi við Kvennaskólann í Reykjavík, diploma gráðu frá Listdansskóla Íslands.

Næst lá leið hennar til Kaupmannahafnar þar sem hún sótti eins árs nám við Copenhagen Contemporary Dance School. Eftir það ár ákvað hún að leggja nútíma dansinn fyrir sig, sótti um í Salzburg Experimental Academy of Dance (SEAD) í Austurríki þar sem hún útskrifaðist með háskólagráðu árið 2015. Tinna hefur sótt ýmis dansnámskeið erlendis m.a. í Vínarborg, Madrid, Brussel og Stokkhólmi.

Tinna hefur einnig Pilates kennsluréttindi frá Munich, Þýskalandi.

Í dag starfar Tinna sem freelance dansari, danshöfundur og kennari.

Tinna var aðstoðarkennari við skólann þegar hún var yngri en hefur undan farin ár verið kennari í elstu deild en hún kennir einnig Mat-pilates.

Alda Ósk Jónsdóttir

Alda Ósk er nemandi í FG og hefur verið í Ballettskólanum síðan hún var pínu lítil.

Alda Ósk aðstoðar í forskólanum á laugardögum.

Rakel Gyða Gunnarsdóttir

Rakel Gyða er nemandi í Verzlunarskóla Íslands og hefur stundað ballett í skólanum síðan hún var 6 ára gömul.

Rakel Gyða er aðstoðarkennari á laugardögum.