Skráning á námskeið jafngildir samningi um greiðslu á skólagjöldum. Séu forföll af önn tilkynnt áður en námskeið hefst er kr. 10.000,- staðfestingargjald óendurkræft. Námskeiðsgjöld fást ekki endurgreidd.
Nemendur mæti stundvíslega.
Fatnaður fyrir stúlkur er ballettbolur, sokkabuxur og ballettæfingaskór.
Fyrir drengi er leggings, bolur og ballettæfingaskór.
Sítt hár þarf alltaf að vera greitt frá andlitinu og fest í teygju en helst greitt í ballettgreiðslu.
Það er ekki gert ráð fyrir að foreldrar séu með inni í kennslustund og best er að undirbúa nýja nemendur undir það. Í fyrstu tímunum höfum við reyndar opið inn til okkar og foreldrar geta því fylgst með. Í einstaka tilfellum gæti foreldri þurft að fylgja með inn í fyrstu 2-3 skiptin.
Í 2 ára ballett er gert ráð fyrir að annað foreldrið sé með í tímum til að byrja með.
Á haustönn er jólasýning inni í sal hjá forskóla og miðstigi en efsta stig er með jólasýningu í Tjarnarbíói.
Allir nemendur skólans frá 3 ára aldri taka þátt í veglegri vorsýningu skólans sem fram fer á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu.