Skip to main content

Miðstig 6-9 ára

Námið verður erfiðara og krefst meiri sjálfstjórnar og aga. Upphitun við stöng og samsettar æfingar úti á gólfi og úr horni aukast.

Nemendur öðlast meira öryggi og styrk, einbeiting eykst og nemendur tileinka sér meiri aga sem þarf til að ná enn lengra og ná meiri árangri.

Ballettþjálfun eykur styrk, þrek, liðleika og mýkt.

Mikið er lagt upp úr því að nemendur hafi gaman af dansinum og njóti þess sem hann hefur upp á að bjóða.

Almennar upplýsingar

Miðstig er aðeins kennt í húsnæði skólans í Skipholti 50c.
Sjá allar upplýsingar um daga/tíma hér til hliðar.

Hvað viljum við fá út úr náminu?

Eftir því sem börnin þroskast öðlast þau meiri skilning og vald á líkamanum. Námið verður erfiðara og krefst því meiri sjálfstjórnar og aga.

Nemendur öðlast aukið sjálfsöryggi, læra að einbeita sér og tileinka sér þann sjálfsaga sem þarf til að ná langt. Ballettþjálfun eykur styrk, þrek, lipurð og mýkt.

Mikið er lagt upp úr því að nemendur hafi gaman af dansinum og njóti þess sem hann hefur upp á að bjóða.

Hvaða dansstílar eru kenndir?

Mismunandi dansstílar eru kenndir og kynntir fyrir nemendum en klassíski ballettinn er í aðalhlutverki. Nemendur fá að kynnast öðrum greinum eins og jazzballett og nútímaballett, auk þess floor barre tækni, þjóðdönsum o.fl.

Ballettnámskeið enda alltaf með foreldrasýningu í lok annar í sal á haustönninni en í Borgarleikhúsinu á vorönn.

Hámark 18 í hóp. Alltaf 2 kennarar. Skráning er bindandi.

Myndir

NÝTT! Stráka-tími

6-7 ára

8-9 ára

Hvað viljum við fá út úr náminu?

Námið verður erfiðara og krefst meiri sjálfstjórnar og aga. Upphitun við stöng og samsettar æfingar úti á gólfi og úr horni aukast.

Nemendur öðlast meira öryggi og styrk, einbeiting eykst og nemendur tileinka sér meiri aga sem þarf til að ná enn lengra og ná meiri árangri.

Ballettþjálfun eykur styrk, þrek, liðleika og mýkt.

Mikið er lagt upp úr því að nemendur hafi gaman af dansinum og njóti þess sem hann hefur upp á að bjóða.

Hvaða dansstílar eru kenndir?

Mismunandi dansstílar eru kenndir og kynntir fyrir nemendum, fyrir utan klassíska ballettinn eins og jazzballett, nútímaballett, þjóðdansar o.fl.

Hámark 18 í hóp. Alltaf 2 kennarar.

Kennsla hefst 13. janúar. Skráning er bindandi.

Tímatafla

Mánud. & miðvikud.
kl. 15.15
salur B / Skipholti
Mánud. & miðvikud.
kl. 17.15
salur B / Skipholti
Þriðjud. & fimmtud.
kl. 18.15
salur B / Skipholti

6 - 9 ára Jazzballett og söngleikjadans

1x í viku í 12 vikur, hver kennslustund er 50 mín
Þessir tímar eru aðeins kenndir í húsnæði skólans í Skipholti 50c
Kenndir eru hinir ýmsu dansstílar svo sem jazzballett, söngleikjadansar, hip-hop, o.fl.
Mikil áhersla er lögð að nemendur þjálfi tækni og grunnspor, geri góðar æfingar sem liðka og styrkja líkamann ásamt teygjum.
Sjá allar upplýsinar um tíma og daga hér neðar.

Hvað viljum við fá út úr náminu?

Börnin læra undirbúningsæfingar og grunn í jazzballett sem hæfa aldri þeirra og þroska. Æfingar, spor og samsetningar eru ýmist gerðar úti á gólfi eða út horni.
Börnin gera einnig æfingar sem liðka og styrkja líkamann. Þau læra að telja í takt við tónlist, vera í röð og fylgja settum reglum.
Tímarnir veita góða þjálfun með fram ballettnáminu.

Kennsla hefst 11. september. Skránign er bindandi.

Tímatafla

Þriðjudagur 6-8 ára
kl. 18.00
salur A / Skipholti
Laugardagur 7-9 ára
kl. 14.15
salur A / Skipholti