Námið verður erfiðara og krefst meiri sjálfstjórnar og aga. Upphitun við stöng og samsettar æfingar úti á gólfi og úr horni aukast.
Nemendur öðlast meira öryggi og styrk, einbeiting eykst og nemendur tileinka sér meiri aga sem þarf til að ná enn lengra og ná meiri árangri.
Ballettþjálfun eykur styrk, þrek, liðleika og mýkt.
Mikið er lagt upp úr því að nemendur hafi gaman af dansinum og njóti þess sem hann hefur upp á að bjóða.